tisa: Tinna flytur að heiman

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Tinna flytur að heiman

Moving Day!

Í dag mun ég flytja að heiman.  
En ég er þessu vön, þar sem ég hef nú semí flutt til Ástralíu áður.
Vonum bara að ég endist lengur en þrjá mánuði í Grafarvoginum.

Ég er búin að pakka aleigunni niður.
Ég kom henni í tvo kassa.
Reyndar eru fötin mín í fjórum stórum pokum.
Og meira á ég ekki.

Mig langar að snjórinn og hálkan fari.
Er í fýlu út í konung vetur eftir að svoleiðis flaug á rassgatið í hálkunni.
Núna er ég helaum og stíf.
Ekki gott ástand á Moving Day.

Ó nei.

Svo þarf ég að galdra fram eitt stykki ritgerð um bók sem ég á eftir að lesa.
Og ég þarf líka að læra að telja upp á 30 á þýsku.

Það er svolítill munur á íslensku og þýskutímum.
Ég vildi að ég þyrfti bara að læra að telja upp á þrjátíu á íslensku.




Ég er með poppkornskurn fasta milli tannanna.
Það er að gera mig brjálaða.
Og ég sem er búin að pakka niður tannþræðinum!





tisa at 12:52

1 comments